Æskulýðsvettvangurinn gaf ungu fólki í Fjarðabyggð kost á að koma sínu á framfæri í vikunni sem leið. Á fjórða tug ungmenna og stjórenda í æskulýðsmálum mættu til leiks á fund verkefnsins sem fram fór á Stöðvarfirði.
Komdu þínu á framfæri á Stöðvarfirði
Æskulýðsvettvangurinn gaf ungu fólki í Fjarðabyggð kost á að koma sínu á framfæri í vikunni sem leiði. Á fjórða tug ungmenna og stjórenda í æskulýðsmálum mættu til leiks á Stöðvarfjörð og ræddu um það sem má betur fara að mati unga fólksins.
Komdu þínu á framfæri er verkefni sem Æskulýðsvettvangurinn vinnur um þessar mundir að á landsvísu. Í þessari viku var röðin komin að Austurlandi og var fundað með ungu fólki á Stöðvarfirði þann 25. febrúar og á Egilsstöðum degi síðar.
Fundirnir eru ætlaðir ungu fólki á aldrinum 15 til 30 ára og er markmiðið að gefa því tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í viðkomandi sveitarfélögum.
viðfangsefni fundanna er skipt upp í fjóra flokka eða menntun, samfélagið mitt, æskulýðs- og íþróttamála og menningu og listir.
Niðurstöður allra verða teknar saman og kynntar sem niðurstöður verkefnisins m.a. fyri rm.a. alþingismönnum og sveitarstjórnum.
Að Æskulýðsvettvangnum standa Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK og ungliðafélög Landsbjargar.