mobile navigation trigger mobile search trigger
18.06.2024

Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Stöðvarfjörður tjaldsvæði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí 2024 að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Tjaldsvæðið á Stöðvarfirði hefur um árabil verið við austurjaðar byggðarinnar við Hringveg.

Við mótun gildandi aðalskipulags var áformað að það myndi flytjast inn í bæinn á reit sem auðkenndur er AF-500 en nú hefur sveitarstjórn fallið frá þeim áformum og gerir ráð fyrir tjaldsvæðinu á sama stað áfram.

Aðalskipulag óveruleg breyting á aðalskipulagi - Stöðvarfjörður tjaldsvæði

Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hafnargata 2, 730 Fjarðabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit